Ari Oddsson ehf var stofnað árið 1998 af Ara Oddssyni.
Frá upphafi hefur alhliða múrverk verið okkar meginstarf, þó hefur fyrirtækið tekið að sér í seinni tíð alverktöku þ.e.a.s verið með alla verkþætti á einni hendi.
Fyrirtækið hefur einnig tekið að sér alla húsasmíði allt frá uppsteypu á fjölbýlishúsum og til innréttingarsmíði.
Þjónusta við stofnanir, sveitarfélög og einkaaðila hefur einnig ávallt verið stór hluti af vinnu fyrirtækisins.
Árið 2012 kom Ingi Björn Kárason, starfsmaður til margra ára svo inn sem meðeigandi að fyrirtækinu.
Kjörorð fyritækisins er ,,Fagmennska í fyrirrúmi‘‘