Flísalagnir er ein af sérgreinum okkar. Það borgar sig að vanda vel til verka þegar flísalagnir eru annarsvegar til að útkoman verði góð. Undirvinnan fyrir flísalagnir er ekki síður mikilvæg en lögnin sjálf til að niðurstaðan verði sem best.
Fyrir flísalögn er byrjað á að mæla viðkomandi rými, svo deiling flísa komi sem best út. Flota getur þurft gólf ef undiragið er ekki nægilega rétt eða slétt. Þess þarf að gæta að flöturinn sé hreinn áður en bindigrunnur er borinn á og að lokað hafi verið fyrir gólfhita. Á baðherbergi og önnur votrými er nauðsynlegt að borin sé á gúmmíkvoða og staðsettur þensluborði þar sem þess er þörf, áður en flísalaögn hefst.
Fúgun eftir flísalögn hefst þegar flísalímið hefur harðnað. Eftir fúgun og hreinsun flísa er borið Silicon í þensluraufar til sveppa- og mygluvarna.
Flísalagnir starfsmanna hjá Ara Oddssyni ehf. eru unnar samkvæmt ítrustu kröfum og við tökum ábyrgð á okkar vinnu.