image

Lekur þakið ? Það getur verið vandasamt að finna leka þar sem vatn getur ferðast um langan veg innan klæðninga áður en það skilar sér út aftur. Því er gott að fá fagmenn í verkið með réttu verkfærin. Hægt er að beita sértækum aðferðum til að finna leka og yfirleitt er ekki flókið að stöðva lekann eftir að orsökin er fundin.

Hjá Ara Oddssyni ehf. er hópur fagmanna sem vinna eftir einkunnarorðum fyrirtækisins, ,,Fagmennska í fyrirrúmi‘‘. Hafðu samband og við mætum á staðinn og metum aðstæður þér að kostnaðarlausu.